Framgangsskýrsla

Apríl 2024

Finnum upp hjólið

Það er ótrúlega gefandi að vinna frumkvöðlastarf í loftslagsmálum sem byggir ​á því að tryggja einum berskjölduðustu og jaðarsettustu stúlkum heims ​tækifæri til menntunar, sem þeim væri annars neitað um.


Starfinu fylgja líka áskoranir og þeirra stærst er óneitanlega hönnun ​kolefnismarkaðsins, sem hingað til hefur aðeins rúmað tæknilegar og ​áþreifanlegar loftslagslausnir. Framleiðsla kolefniseininga með óáþreifanlegri

eflingu samfélaga krefst þess í raun að finna þarf upp hjólið og við tökumst á ​við þá áskorun með vísindin að vopni.


Fyrir hönd SoGreen teymisins þakka ég ykkur innilega samstarfið og það ​traust sem þið sýnið okkur í verki. Við hlökkum til þessarar spennandi ​vegferðar með ykkur.

Gu​ðný Nielsen

Stofnandi og framkvæmdastjóri

Loftslagsréttlæti


SoGreen er svar við ákalli hins hnattræna suðurs um ​loftslagsréttlæti. Allt of fáar kolefniseiningar á hinum alþjóðlega ​kolefnismarkaði hafa beinan ávinning fyrir þau jaðarsettu og ​berskjölduðu samfélög sem loftslagsváin bitnar þegar mest og ​verst á - þau samfélög sem síst hafa til þess unnið.

Sambía

Auður & fátækt

Sambía er landlukt og strjálbýlt land í sunnanverðri ​Afríku sem hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1964.


Landið er auðlindaríkt (aðallega af kopar og kóbalti) ​en situr engu að síður í 35. sæti á lista yfir ​fátækustu ríki heims og meira en 60% íbúa landsins ​lifa undir fátæktarmörkum (<$2,15/dag).


Aðeins 27% stúlkna landsins ljúka fullri tólf ára ​skólagöngu. 29% stúlkna eru giftar fyrir átjánda ​afmælisdag sinn og ein af hverjum þremur stúlkum ​fæðir barn fyrir 18 ára aldur.


Fólksfjölgun landsins er hröð og spár sýna að ​íbúafjöldi Sambíu, sem í dag er um 20 milljónir, mun ​líklega tvöfaldast á næstu 25 árum.

Sambía

Börn, ekki brúð​ir

Verkefnið er framkvæmt í þeim tveimur ​héruðum Sambíu hvar tíðni barnahjónabanda er ​hæst (45%). Verkefnið nær þegar til tíu skóla í​ Southern Province og átján skóla í Eastern ​Province.


Markhópur verkefnis SoGreen er þær stúlkur ​sem líklegastar eru til að vera giftar sem börn; ​stúlkur sem tilheyra fátækustu samfélagshópum ​landsins (45,2% allra stúlkna giftar fyrir 18) og ​búa á dreifbýlum svæðum (38,7% allra stúlkna ​giftar fyrir 18).

Tvær verkefnalotur hafnar

verkefnalota 1

180

stúlkur voru innritaðar í skóla í ​upphafi skólaársins 2023

Flat Geometric Person Riding a Bike

Verkefnalota 2

92

stúlkur til viðbótar voru innritaðar ​í skóla í upphafi skólaársins 2024

Loftslagsfræðsla

200

stúlkur fengu fræðslu um ​loftslagsbreytingar og helstu ​leiðir fyrir samfélög þeirra að ​verjast og aðlagast þeim

Loftslagsávinningur

Áætlaður samdráttur yfir

50 ára t​ímabil

25.000 tonn

vegna fyrstu ​tveggja

verkefnalotanna​

Samdráttur í losun [tonn CO2e]

Vegferð til vottunar

Þarfagreining (lokið)

Verkefni hefst (lokið)

Eftirlitsáætlun (lokið)

Skjalfesting (yfirstandandi)

Þarfir á fyrirhuguðum verkefnissvæðum ​kortlagðar í samstarfi við hagaðila. Verkefni ​hannað sem mætir þörfum stúlkna til að ​klára fulla fimm ára gagnfræðaskóla-​menntun (e. secondary education).

Stúlkur valdar til þátttöku í ​verkefninu í samvinnu við íbúa og ​héraðsyfirvöld mennta- og ​félagsmála.

Fyrsta verkefnalota hefst í jan 2023.

Hönnun viðeigandi ​sniðmáta og ​eftirlitsáætlunar. ​Eftirlitsáætlun virkjuð á ​vettvangi.

Niðurstöður eftirlits skjalfestar jafnóðum (þrisvar ​árlega) út verkefnistímann. Skjalfesting gagna sem ​sýna fram á viðbót verkefnis, og mælanlegan

samanburð grunnsviðsmyndar og verkefnis-​sviðsmyndar, sem uppfylla kröfur ISO 14064-2.

Afskráning

Vottun

Skráning

Fullgilding

Að fenginni vottun verða ​kolefniseiningar afhentar ​kaupendum og afskráðar í ​kolefnisskrá.

Lokaniðurstöður verkefnis fengnar ​(hve margar stúlkur luku námi) til að ​magngreina raunverulegan ​loftslagsávinning verkefnisins. Gögn ​afhent vottunaraðilum og vottunar ​óskað.

Að fullgildingu lokinni verður sótt ​um skráningu áætlaðra ​framleiddra kolefniseininga í ​kolefnisskrá ICR.

Skjöl verkefnisins og fylgigögn lögð ​fyrir þar til bæra vottunaraðila og ​fullgildingar (e. validation) verkefnisins ​óskað.

Heimsmarkmiðin

Undirmarkmið 3.1, 3.2 og 3.7

Stúlkur sem hætta snemma í skóla eru líklegri ​til að giftast og eignast börn snemma, áður en ​þær verða líkamlega og tilfinningalega tilbúnar ​til að verða eiginkonur og mæður.

Með lækkandi tíðni þungana unglingsstúlkna ​lækkar tíðni ungbarna- og mæðradauða, en ​barnsburður og vandamál honum tengd eru ​ein leiðandi dánarorsök stúlkna í ​lágtekjuríkjum.

Börn mæðra yngri en 18 ára eiga frekar á hættu ​á að deyja fyrir fimm ára aldur. Menntaðar ​mæður hafa tilhneigingu til að vera upplýstari ​um næringu og heilbrigði, þ.m.t. mikilvægi ​bólusetninga.

Undirmarkmið 4.1, 4.5, 4.6 og 4.7

Menntun opnar börnum mikilvæg tækifæri og ​fyrir stúlkur í lágtekjuríkjum, sem hafa enn ​færri tækifæri en drengir, skiptir menntun ​sköpum.

Menntun veitir stúlkum þekkingu og vitund um ​réttindi sín, sem leiðir til valdeflingar þeirra og ​getu til að uppfylla metnað sinn og taka ​ákvarðanir í mikilvægum málefnum er snerta ​þeirra eigið líf.

Börn menntaðra mæðra eru líklegri til þess að ​ganga vel í skóla en börnum ómenntaðra.

Undirmarkmið 5.1, 5.3 og 5.6

Aukið menntunarstig samfélaga hjálpar til við ​að draga úr skaðlegum venjum sem eiga rætur ​að rekja til ójafnra kynjaviðmiða, þ.m.t. ​barnahjónaböndum og limlestingu kynfæra ​stúlkna.

Með aukinni menntun stúlkna eykst mótvægi ​við sterkar neikvæðar staðalímyndir um ​stúlkur og konur, t.d. að hlutverk þeirra ​takmarkist við heimilisstörf og uppeldi barna.


Fátækir foreldrar forgangsraða oft sonum ​þegar kemur að menntun á svæðum vegna ​þess að synir sjá foreldrum farboða í ellinni og ​stúlkur eru giftar brott.

Undirmarkmið 6.2

Menntun eykur þekkingu stúlkna á vatns-​bornum sjúkdómum, hvernig þeir smitast og ​hvernig fyrirbyggja má smit. Þær geta þá frætt ​fjölskyldu og aðra í samfélögum sínum.

Þær stúlkur sem taka þátt í verkefninu fá ​dömubindi, sem þær annars hefðu ekki efni á. ​Vöntun á slíku er ein algeng ástæða þess að ​stúlkur missa úr skóla þegar þær eru á ​blæðingum.

Menntaðar stúlkur eru líklegri til að skilja ​nauðsyn hreins vatns til drykkjar, eldunar og ​persónulegs hreinlætis, sér í lagi þegar kemur ​að blæðingum.

Undirmarkmið 8.6

Menntun stúlkna styrkir efnahag og dregur úr ​ójöfnuði þar sem menntaðar konur eru líklegri ​til að taka þátt á formlegum vinnumarkaði en ​ómenntaðar.

Fátækt minnkar með auknu menntunarstigi ​kvenna þar sem samfélög sem búa yfir auknum ​viðnámsþrótti og skortir minna eru líklegri til að ​gefa öllum einstaklingum tækifæri til að ​uppfylla möguleika sína.

Með aukinni menntun stúlkna lækkar hlutfall ​ungmenna sem stunda ekki nám, vinnu eða ​þjálfun.

Undirmarkmið 10.3 og 10.b

Með því að tryggja að stúlkur njóti menntunar ​til jafns við drengi geta samfélög unnið að því ​að draga úr kynjamisrétti og stuðla að jöfnum ​tækifærum allra, óháð kyni.

Þegar stúlkur hafa aðgang að menntun eru ​þær betur í stakk búnar til að taka þátt í ​atvinnulífinu, afla sér hærri tekna og stuðla að ​hagvexti og draga þannig úr kynjamun.

Með því að efla menntun stúlkna geta samfélög ​stuðlað að félagslegri inngildingu og valdeflingu ​jaðarsettra hópa og þannig dregið úr ójöfnuði ​innan og á milli mismunandi þjóðfélagshópa.

Undirmarkmið 13.1, 13.3 og 13.a

Aukin menntun stúlkna í lágtekjuríkjum seinkar ​hjónabandi og barnsburði, sem hægir á ​fólksfjölgun og leiðir til öflugs samdráttar í ​losun til frambúðar.

Aukið menntunarstig samfélaga eykur getu ​þeirra til þess að verjast og takast á við ​neikvæðar afleiðingar loftslagsvárinnar.

Menntun eykur þekkingu og færni einstaklinga ​til að skilja umhverfismál, þar á meðal ​loftslagsbreytingar, orsakir þeirra, áhrif og ​mögulegar lausnir.

Undirmarkmið 17.3, 17.6, 17.16, 17.17 ​og 17.19

Menntun stúlkna til framleiðslu kolefniseininga ​krefst þess að virkja þarf viðbótarfjármagn til ​lágtekjuríkja í hinu hnattræna suðri frá aðilum í ​hinu hnattræna norðri.

Menntun stúlkna til framleiðslu kolefniseininga ​krefst samstarfs vísindafólks, sérfræðinga, ​hjálparsamtaka, fyrirtækja og stofnana í ​mörgum löndum.

Menntun stúlkna til framleiðslu kolefniseininga ​felur í sér að efla samvinnu hins hnattræna ​suðurs og norðurs um vísindi, tækni og ​nýsköpun.

Kelliness Mutale, 14 ára

Kelliness frá Mazabuka í Southern Province er í 9. bekk. Hún ​er ein af þeim 180 stúlkum sem hófu nám í fyrstu ​verkefnalotu.


Aðeins 11 ára gömul missti Kelliness móður sína. Faðir hennar ​er atvinnulaus, en þrjá mánuði ársins á hann þess kost að ​afla innkomu fyrir fjölskylduna við uppskeru. Undanfarin ár ​hefur hann slegið lán hjá mörgum aðilum en ekki getað greitt ​til baka og oft þurft að sitja í fangelsi vegna þess.


Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kelliness þurft að axla mikla ​ábyrgð á heimilinu og systkinum sínum þegar faðir hennar ​situr inni. Hún er hins vegar staðráðin í að gefa menntun sína ​ekki upp á bátinn og þegar nauðsyn krefur tekur hún yngsta ​bróður sinn með sér í skólann til þess að missa ekki úr.


“Mig langar að verða læknir og tryggja

fjölskyldu minni betri framtíð.”

Loftslagsfræðsla

SoGreen vinnur með Precious Kalombwana sem fer fyrir ​sambískum armi hinna alþjóðlegu Fridays for Future​ samtaka sem stofnuð voru af Gretu Thunberg. Undanfarin ​ár hefur Precious verið fulltrúi Sambíu í ungliðahópi ​loftslagsaðgerðasinna hins hnattræna suðurs á ​loftslagsráðstefnu aðildarríkja loftslagssamningsins (COP).


Precious og hópur ungra loftslagsaðgerðasinna heimsóttu ​nýlega skóla verkefnisins í Southern Province hvar þau ​stóðu fyrir fræðslu um loftslagsbreytingar; vísindin að baki ​þeim, áhrif þeirra, mikilvægi mótvægisaðgerða og ​valdeflingar samfélaga til að takast á við þær.


Fræðslan krafðist hópvinnu og virkrar þátttöku stúlknanna, ​sem sýndu mikinn áhuga.

Stúlkurnar fræðast um ​loftslagsbreytingar

Næst á dagskrá

Val á vottunaraðilum

SoGreen hefur leitað til þriggja vottunaraðila, Earthood, Enviance ​og Carbon Check, og kannað áhuga á sjá um vottun verkefna ​SoGreen. Allir þrír aðilar hafa þar til bæra faggildingu til að votta ​loftslagsverkefni skv. kröfum International Carbon Registry (ICR), ​þ.m.t. ISO 14064-2 og ÍST TS 92:2022. Þegar hafa tveir aðilanna ​skilað tilboði í þessa vinnu og beðið er tilboðs frá þeim þriðja.


SoGreen nýtur ráðgjafar sérfræðinga hjá Deloitte á Íslandi og hjá ​skrifstofu rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar (UNFCCC) ​við undirbúning fyrir vottun.

Stafrænir innviðir

SoGreen stefnir á uppbyggingu stafrænna innviða sem gera ​munu okkur í stakk búin að skala starfsemina hratt og vel upp í ​samstarfi við hjálparsamtök í mun fleiri löndum. Þetta mun fela í ​sér umbyltingu umsýslu verkefna með stafrænu kerfi sem ​hjálparsamtök vinna alla jafna ekki með. Þetta mun ​sjálfvirknivæða alla verkferla og stórefla upplýsingamiðlun okkar ​til samstarfsaðila.


Þetta mun gera okkur kleift að stórefla samdrátt í losun með því ​að tryggja langtum fleiri stúlkum menntun. SoGreen hefur sótt ​um stuðning Tækniþróunarsjóðs fyrir þess​ari vinnu.

Framtíð þar sem allar stúlkur njóta menntunar og ​loftslagsréttlæti er undirstaða loftslagsaðgerða

sogreen@sogreen.is